Af hverju vantar hags­muna­fé­lag lítilla og meðal­stórra fyrir­tækja?

Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna.

Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana.


Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir.

Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera..

Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við.

Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang.


Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ)

Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu.

Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir.

Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l



Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins.

Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið!


Höfundur: Sigmundur Vilhjálmsson

Eftir Helga Guðrún 11. janúar 2025
Þegar betur er að gáð er tryggingagjaldið ekki gjald heldur vanhugsuð skattheimta sem leggst misþungt á fyrirtæki. Eðlilegri og réttlátari framkvæmd væri að reikna gjaldið af heildarveltu en ekki launaveltu. Brýnt að endurskoða framkvæmd gjaldsins að sögn formanns AFj.
11. janúar 2025
Atvinnufjelagið skorar á nýja ríkisstjórn að endurskoða framkvæmd tryggingagjalds. Skattur en ekki gjald sem leggst hlutfallslega þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki, eins og staðfest er í nýrri úttekt Atvinnufjelagsins.
Eftir Helga Guðrún 17. nóvember 2024
Niðurstöður nýrrar greiningar á hagrænum áhrifum tryggingagjalds, sem Atvinnufjelagið hefur látið gera, draga skýrt fram hversu misþungt þessi launaskattur leggst á fyrirtæki. Um sláandi mun er að ræða á milli atvinnugreina, sem hefur verið að aukast á undanförnum árum mannaflsfrekum atvinnugreinum óhag. Tryggingagjaldið nemur 6,35% og reiknast gjaldið af launagreiðslum fyrirtækja, en það rennur að stærstum hluta eða 75% í lífeyris- og slysatryggingar almannatryggingakerfisins. Mannaflsfrekar atvinnugreinar standa verst að vígi Eins og útreikingar Atvinnufjelagsins sýna, getur skipt verulegu máli eftir atvinnugrein hversu þungt þetta gjald leggst á fyrirtæki. Þær atvinnugreinar sem standa að jafnaði verst að vígi eiga það sameiginlegt að vera mannaflsfrekar. Oftar en ekki er um þjónustugreinar að ræða, sem hafa ekki forsendur til að draga úr mannaflsþörf með sjálfvirknivæðingu eða innleiðingu gervigreindar í verkferla. Á mannamáli þýðir þetta í reynd að ríkissjóður refsar fyrirtækjum með margt starfsfólk fyrir það eitt að vera stór vinnustaður. Í framkvæmd hefur þetta í för með sér að hlutar vinnumarkaðarins standa undir mun stærri hluta af lífeyris- og slysatryggingagreiðslum ríkisins en aðrir. Það er því að mati Atvinnufjelagsins brýnt að tryggingagjaldið verði endurskoðað með réttlátari skattframkvæmd að markmiði og lagað að jafnari og gagnsærri framkvæmd hvað einstakar atvinnugreinar snertir. Og vel að merkja, að hér sé um gjald að ræða er rangnefni. Tryggingagjaldið er ekkert annað en skattur og það ranglátur vegna þess að hann brýtur á þeirri mikilvægu meginreglu að skattheimta hafi ekki óæskilegar afleiðingar í för með sér á markaði, ekki nema um beina neyslustýringarskatta sé að ræða sem er beinlínis ætlað að stuðla að breytingum með hagrænum hvötum. Tökum frekar upp almennt launagjald Atvinnufélagið telur löngu tímabært að ríki og aðilar vinnumarkaðarins spyrji sig hvort finna megi réttlátari og gagnsærri innheimtuleið. Með hliðsjón af vægi tryggingagjaldsins fyrir tekjuöflun ríkissjóðs, en tryggingagjaldið er þriðji stærsti tekjustofn ríkisins næst á eftir tekjuskatti og virðisaukaskatti, leggur Atvinnufjelagið til að tryggingjaldi verði breytt í almennt tekjugjald. Launagjald reiknast af heildartekjum eða veltu fyrirtækja en ekki launagreiðslum og við það jafnast skattheimtan að verulegu leyti út á milli atvinnugreina. Með hliðsjón af heildarveltu fyrirtækja á síðasta ári hefði 1,52% launagjald skilað sömu tekjum til ríkissjóðs og tryggingagjaldið gerði. Nánari upplýsingar: Tryggingagjald - skattur eða gjald? (pdf) Tryggingagjald – skattur eða gjald? (pdf - einblöðungur)