Sækja um aðild
Vakin er athygli á að Atvinnufjelagið stefnir að því að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna skv. 19. grein samþykkta félagsins sem eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins undir flipanum „Um Atvinnufjelagið. Félagið óskar eindregið eftir því að félagsmenn samþykki heimild til félagsins að gera kjarasamninga fyrir þess hönd með þeim skilyrðum sem koma fram í samþykktum félagsins.
Hlutverk Atvinnufjelagsins (AFJ) er að gæta hagsmuna lítilla og millistórra fyrirtækja og einyrkja. Tilgangur og markmið félagsins snýst aðallega um þrjá þætti:
- Að berjast fyrir einfaldara og sanngjarnara regluverki; að opinberar álögur og gjöld, leyfisgjöld og skattlagning taki mið af stærð félaga og rekstrarumfangi.
- Að bæta aðgengi að fjármagni og vextir og veðkröfur eru litlum og meðalstórum fyrirtækjum mjög íþyngjandi.
- Að kjaramál taki betur mið af hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ný fyrirtæki hafa sprottið upp í atvinnugreinum sem ekki voru öflugar fyrir einum til tveimur áratugum. Á það m.a. við um fyrirtæki í ferðaþjónustu, veitingastarfsemi, skapandi greinum, afþreyingu og margs konar hugverkaiðnaði, nýsköpun og þjónustu.
Lýðræðisgrunnur félagsins byggir á jöfnu atkvæðavægi þar sem eitt atkvæði fylgir hverju félagi óháð stærð. Einyrkjar og öll fyrirtæki, óháð stærð í hvaða atvinnustarfsemi sem er geta orðið félagar í AFJ.
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum vinsamlegast sendið fyrirspurn á
atvinnufjelagid@atvinnufjelagid.is
Skráning
Vinsamlegast athugið að krafa verður stofnuð og send í gegnum heimabanka.
Contact Us
Aðildargjöld
1 stöðugildi
35.000 kr. árgjaldið
10-19 stöðugildi
125.000 kr. árgjaldið
50-99 stöðugildi
250.000 kr. árgjaldið
2-9 stöðugildi
75.000 kr. árgjaldið
20-45 stöðugildi
175.000 kr. árgjaldið
100 + stöðugildi
350.000 kr. árgjaldið