SPURT & SVARAÐ

Spurt & svarað




  • Er Atvinnufjelagið hugsað fyrir mitt fyrirtæki?

    Ef þú ert atvinnurekandi og veltir því fyrir þér af hverju öll þessi opinberu gjöld liggja svona þungt á rekstrinum, þá áttu heima í félaginu. 


    Ef þú ert atvinnurekandi og veltir fyrir þér af hverju ekki sé hægt að semja við starfsmenn út frá þörfum og eðli starfsins sem þarf að vinna, þá áttu heima í félaginu. 


    Ef þú ert atvinnurekandi og átt erfitt með að fjármagna eðlilega stækkun, endurnýjun eða vöxt á grundvelli rekstursins þá áttu heima í félaginu. 


  • Hver eru kjarnagildi félagsins?

    Sameinuð standa lítil og meðalstór fyrirtæki sterkt, sundruð verður áhrifamáttur þeirra áfram lítill eða meðalstór. 


    Atvinnufjelaginu er ætlað að fylgjast með og beita sér í málefnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum (ríki og sveitarfélögum), verkalýðshreyfingu og fjármálamarkaði.


    Stærsti hluti atvinnurekenda geta ekki leyft sér þennan munað að sækja alla fundi og fylgjast með allri löggjöf eða kynningum hvað þetta varðar. Það er á þessu sviði sem Atvinnufjelagið kemur sterkt inn. 


  • Hverjir geta gengið í félagið?

    Atvinnufjelagið stendur öllum fyrirtækjum, stórum og litlum, til boða sem vilja efla hagsmunagæslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. 

  • Hversu stórt er meðalstór fyrirtæki og hversu lítið er lítið fyriræki?

    Í stærðarflokkun fyrirtækja er jafnan litið til fjölda starfsmanna. Hjá Atvinnufjelaginu er ekkert fyrirtæki of lítið og efri mörkin geta einnig verið talsvert há. 


    Einyrkjar og sprotafyrirtæki eiga heima í félaginu enda eru þau oftar en ekki í erfiðri stöðu í að verja sína hagsmuni.  

  • Er búið að skipa í stjórn og ráða framkvæmdastjóra?

    Stjórn Atvinnufjelagsins skipa: Arna Þorsteinsdóttir, Auður Ýr Helgadóttir, Elísabet Jónsdóttir, Gunnar Ingi Arnarson, Helga Guðrún Jónasdóttir, Ómar Pálmason, Sigmar Vilhjálmsson og Þorkell Sigurlaugsson.  


    Kosið var um stjórn á stofnfundi Atvinnufjelagsins í október 2021.  Eitt fyrsta verkefni stjórnar félagsins mun vera að ráða framkvæmdastjóra þess.  


  • Hvað kostar að vera í félaginu?

    Atvinnufjelagið mun leggja fram gjaldskrá sem tekur mið af stærð fyrirtækja og verður tillaga þess efnis lögð fyrir stofnfund félagsins. 


    Félagsgjald verður hófstillt, sanngjarnt og fer þrepaskipt eftir fjölda starfsmanna. Það verður ekki tengt veltu aðildarfélaga. Aðildargjald verður ekki fjárhagsleg hindrun fyrir fyrirtæki til að skrá sig og taka  þátt.

  • Hvaðan kemur nafnið „Atvinnufjelagið“?

    Atvinnufjelag er gott og gamalt orð um félagskap þeirra sem vilja vinna saman að því að skapa verðmæti og vísar með almennum hætti til ólíkra félagsforma í atvinnulífi. Þetta er jafnframt eitt af þeim orðum í íslensku sem hefur fleiri merkingu en eina. Í kringum þarsíðustu aldamót, í árdaga félagsstofnunar hér á landi, var atvinnufélag einnig haft um félög sem störfuðu á samvinnugrunni eða verkalýðsgrunni. 


    Félagsmenn Atvinnufjelagsins eru atvinnurekendur í sama hvaða formi það er og því er þetta nafn tilvalið á félagið. 

  • Af hverju er Atvinnufjelagið skrifað með „je“?

    Ætlunin er að minna á að lítil og meðalstór fyrirtæki eru rótgróinn hluti af íslensku atvinnulífi. Atvinnufélagið er í þeim skilningi ekki „nýr“ félagsskapur, heldur sjálfsögð og þörf viðbót við félagskerfi vinnumarkaðarins. 

Share by: