UM ATVINNUFJELAGIÐ

Um atvinnufjelagið



Þegar litið er til þess starfsumhverfis sem atvinnurekstri hefur verið skapað hér á landi, hallar að mörgu leyti á smærri  fyrirtæki. Þennan aðstöðumun má einkum greina á þremur sviðum: 1) Lög og reglur um skatta og gjöld, 2) Aðgengi að fjármagni, 3) Kjaramál, kjarasamningar og vinnuréttur. 


Smelltu á hnappinn til að hlaða niður samþykktum félagsins

Samþykktir

Af hverju að stofna hagsmunasamtök

eins og Atvinnufjelagið?



Með stofnun Atvinnufjelagsins er verið að ljá hagsmunum smærri fyrirtækja, hinum þögla meirihluta atvinnulífsins, skýra rödd. Ætlunin er að þétta raðirnar hjá launagreiðendum með skilvirkari hlutverkaskiptingu en nú er og heilsteyptari nálgun á viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins - með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Lýðræðislegur grunnur Atvinnufjelagsins verður byggður á meginreglunni um eitt fyrirtæki, eitt atkvæði og aðild að félaginu mun ekki útiloka aðild að öðrum samtökum vinnumarkaðarins.

Share by: